Laugardagur, 27. mars 2010
Er þetta leikaraskapur hjá Samtökum atvinnulífsins?
Framkoma Samtaka atvinnulífsins varðandi stöðugleikasáttmálann er óábyrg og ber merki leikaraskapar.Samtökin hefur sett ofan við þessa framkomu og þau hafa hrapað í áliti hjá almenningi.Enginn trúir því að SA dragi sig út úr aðild að stöðugleikasáttmálanum vegna nokkurra tonna af skotusel.Það er alger fyrirsláttur að svo sé.Enda kom það á daginn þegar Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA þurfti að verja framkomu SA í kastljósi,að hannj treysti sér ekki til þess að halda því fram,að SA væri að segja sig frá stöðugleikasáttmálanum út af skötusel.Hann týndi til alls konar önnur atriði svo sem stóriðju og atvinnumál almennt og sagði,að ríkisstjórnin hefði ekki staðið sig í þeim málum.SA gerir sér þó ljóst,að ríkisstjórnin ein getur ekki ráðið hraða stóriðju. Þó falleg orð standi um stóriðju í stöðugleikasáttmálanum er það ekki á valdi ríkisstjórnarinnar að ráða hraðanum í uppbyggingu álvera eða orkuvera. Þar koma önnur atriði við sögu. Það þarf næga orku og nægilegt fjármagn .Hvort tveggja hefur skort t.d. í Helguvík.Sá aðili,sem ætlar að byggja álver í Helguvík verður sjálfur að leysa fjármögnunarvanda sinn. Ríkisstjórnin getur ekki gert það fyrir hann. Sama er að sumu leyti að segja um orkuöflun. Hún er að því er varðar Helguvík að verulegu leyti i höndum Orkuveitu Reykjavíkur.Ríkisstjórnin hefur unnið skelegglega að því að skapa atvinnu með nýskopun og rannsóknum.Settir hafa verið fjármunir í þau verkefni og hefur það skapað mörg ný störf. Vissulega þarf ríkisstjórnin að herða róðurinn í atvinnumálum. En það bætir ekki ástandið að SA segi sig frá stöðugleikasáttmálanum. Svo virðist sem SA hafi hér verið að þjóna hagsmunum LÍÚ og Sjálfstæðisflokksins en ekki þjóðarhagsmunum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.