Laugardagur, 27. mars 2010
Jóhanna ætlar að láta rannsaka einkavæðingu bankanna
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, boðaði sérstaka rannsóknarnefnd um einkavæðingu bankanna tæki núverandi rannsóknarnefnd ekki á því máli með skýrum hætti í óbirtri skýrslu.
Þetta sagði hún í ræðu sinni á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem er haldin á Hótel Loftleiðum. Þá sagði hún að það færi of mikill tími í að smala saman meirihluta á Alþingi, slíkt væri eins og að smala köttum.
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni," sagði Jóhanna sem vill að einkavæðingin verði gerð upp með ítarlegum hætti.
Þá vék Jóhanna einnig að samstarfsflokki sínum í ríkisstjórn í ræðunni.
það heldur engin ríkisstjórn það út til lengdar að búa við óvissan og ótraustan meirihluta í stórum og erfiðum málum. Á óvissu- og erfiðleikatímum er það lykilatriði að ríkisstjórn hafi traust og fast land undir fótum," sagði hún og bætti við:
Hoppandi meirihlutar á Alþingi duga skammt við aðstæður eins og okkar þjóð gengur í gegnum og of mikil orka og tími fer að smala þeim saman og ná málum í gegn. Ein flokksystir okkar orðaði þetta ágætlega þegar hún sagði að þetta væri eins og að smala köttum."
(visir.is)
Ég fagna yfirlýsingu forsætisráðherra um að einkavæðing bankanna verði rannsökuð,ef rannsóknarnefnd alþingis tekur ekki á því máli.Það er nauðsynlegt að allt í sambandi við einkavæðingu bankanna verði rannsakað.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.