Góð ræða Jóhönnu Sigurðardóttur í dag

Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra,flutti  efnismikla ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag.Hún kom víða við og boðaði veruleg tíðindi um mörg efni svo sem fækkun ráðherra,sameiningu ráðuneyta og breytingar á ríkisstjórninni.Hún sagði,að stjórnin gæti ekki starfað áfram,ef stjórnarliðar stæðu ekki allir með henni. Í því sambandi talaði  hún sérstaklega til VG.

Jóhanna vék að Icesave og afleiðingum þess að lausn þess máls dragist á langinn.Hún sagði,að ef áfram yrði óvissa um aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum mundi bið lengjast eftir vaxtalækkunum,lægri verðbólgu,rýmkun  gjaldeyrishafta  og hagvexti.Slík þróun mundi tefja endurreisn Íslands..Jóhanna sagði,að ríkisstjórnin ætlaði að greiða fyrir auknum viðhaldsframkvæmdum til þess að skapa  aukna vinnu,m.a. koma á flýtiframkvæmdum og til athugunar væru skattalækkanir í þessu sambandi.Hún sagði,að ríkisstjórnin hefði gert margvíslegar ráðstafaniur til þess að  leysa skuldavanda heimilanna,Þar væri um 50 aðgerðir að ræða sem tækju til 60-80 þús. manns.Lækkun dráttarvaxta,útborgun séreignalífeyrissparnaðar ofl. kostaði 40-50 milljarða,sem kæmu almenningi til góða.

Ræða Jóhönnu var kraftmikil og mjög góð.

 

Björgvin Guðmundsson

'


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband