Sunnudagur, 28. mars 2010
Þingmenn VG pirraðir vegna ummæla Jóhönnu
Í ræðu sinni í gær lét forsætisráðherra ýmislegt flakka. Hún sagði að kjafturinn á útgerðarmönnum væri stundum stór - eins og á skötuselnum. Í upphafi talaði hún aðallega til Vinstri grænna og sagði að ríkisstjórnin yrði að hafa stuðning þingliðsins og ekki síst ráðherra. Þeir þyrftu að virða trúnað við samstarfssamning flokkanna - annað væri ávísun á ófrið og sundrungu. Of mikil orka og tími færi í að smala saman meirihlutanum á Alþingi til að ná málum í gegn. Síðan lét hún fyrrnefnd orð falla.
Þingmönnum Vinstri grænna líkaði ekki að vera líkt við ketti en fæstir þeirra vildu tjá sig um ummæli forsætisráðherra fyrr en eftir þingflokksfund á morgun. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur óskað eftir að að þingflokkurinn fjalli um ræðu forsætisráðherra á fundinum og verður það gert.
En það eru ekki bara þingmennirnir sem eru pirraðir. Einn þeirra sagði að ummæli Jóhönnu hefðu líka farið fyrir brjóstið á fólki í grasrót flokksins. Þingmenn sem jafnan eru taldir til órólegu deildar flokksins, hafi tekið þetta til sín og fundist að sér vegið. Þá sagði þingmaðurinn að honum þætti ekki vera sáttatónn í forsætisráðherra. Grasrótinni í Vinstri grænum fyndist að flokkurinn hefði gefið nógu mikið eftir með því að fallast á að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. En Jóhanna sagði í gær að það hefði komið sér á óvart eftir stjórnarmyndum að andstaða væri við áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lausn Icesave innan samstarfsflokksins. Sá ágreiningur hefði veikt ríkisstjórnina.
Annar þingmaður sagði að ummæli Jóhönnu hefðu ekkert truflað sig.(Visir.is)
Eðlilegt er,að ummæli Jóhönnu pirri vissa þingmenn VG,einkum þá,sem tilheyra órólegu deildinni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.