Kosið til stjórnlagaþings næsta haust

Formaður allsherjarnefndar Alþingis stefnir að því að ljúka afgreiðslu frumvarps um stjórnlagaþing upp úr páskum. Lög verði sett fyrir sumarhlé Alþingis og kosið til stjórnlagaþings í október á þessu ári.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar, sagði í að nefndin hefði haldið fjölmarga fundi um frumvarp sem forsætisráðherra lagði fram í haust. Samkvæmt því átti að kjósa til stjórnlagaþings samhliða sveitarstjórnarkosningunum 29. maí.
Steinunn segir að komið sé fram yfir þann tíma að það sé hægt. Nefndin hefur haldið sex til sjö fundi um málið. „Auðvitað eru 100 skoðanir á því hvernig lög um stjórnlagaþing eigi að vera en mitt áhugamál er að ná þessu út úr nefndinni sem fyrst þannig að við getum sett stjórnlagaþing á laggirnar sem fyrst," segir hún. „Tækifærið er núna og ég held að það komi ekki aftur.
Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í allsherjarnefnd, dregur í efa að málið klárist fyrir vor. „Mér hefur sýnst að stuðningsmenn málsins hafi mjög ólíkar hugmyndir innbyrðis um hvernig þeir ætla að lenda þessu," segir hann. Meirihlutinn hafi ekki komið sér saman um hvernig velja eigi á þingið og starfsemi þess að öðru leyti. -(visir.is)

Ég fagna því að kosið verði til stjórnlagaþings næsta haust. Það er tímabært að stjórnlagaþingi verði kallað saman.Og ég tel,að þingið eigi ekki  aðeins að vera ráðgjafandi heldur eigi það að hafa lagagildi.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Stjórnarskráin okkar er mjög gamaldags og fornfáleg. Hún samræmist mjög litlu nútímanum. Stjórnarskráin eins og hún er nú, byggist á valdinu, hvernig það skiptist og hver fer með það.

Nútímalega stjórnarskrá má sjá í Suður Afríku en Nelson Mandela samdi hana ásamt aðstoðarmönnum sínum. Hafði hann m.a. þýsku stjórnarskrána sem fyrirmynd auk þess að bæði mannréttindayfirlýsing Stjórnarbyltingarinnar frönsku og stjórnarskrá Bandaríkjanna voru hafðar einnig til hliðsjónar.

Nelson Mandela, þessi mannréttindafrömuður sem sat nær 3 áratugi vegna skoðana sinna og hörundslitar, notaði tímann bak við lukta múra afburða vel. Stjórnarskráin hans byggist á mannréttindum en upphafskaflinn fjallar einmitt um mannréttindin. Þá er vikið að þeirri leið sem mannréttindi verða best framkvæmd og tryggð sem best en það er með lýðræðinu og þingræðinu. Athygli vekur að ekki er vikið að valdinu fyrr en þarna er komið við sögu.

Þýska stjórnarskráin er byggð á hliðstæðan hátt og hefur verið Mandela góð fyrirmynd. Í þeirri stjórnarskrá eru ýmsir öryggisventlar þar sem kappkostað er að koma í veg fyrir að liðnir atburðir geti endurtekið sig er öfgamenn náðu völdum og hunsuðu alla frjálsa hugsun í samfélaginu.

Í dag eigum við að ígrunda vel að framkvæmdavaldið hefur ætíð verið mjög sterkt á Íslandi. Það hefur mjög oft seilst inn á verksvið Alþingis t.d. með reglugerðum í skjóli mjög almennt orðaðra heimildalaga. Ráðherra hefur í mörgum málaflokkum verið því n.k. „einræðisherra“ í skjóli þessa valds. Þá hefur framkvæmdavaldið haft allt of mikil völd til að skipa dómara og æðstu embættismenn án þess að bera slíkt undir þingið til staðfestingar eins og tíðkast í flestum löndum. Með þessu fyrirkomulagi er „einkavinavæðing“ og handröðun í æðstu embætti opin leið fyrir þá valdaglöðu. Þó svo að framkvæmdavaldið kunni að vera eitthvað veikara nú með vinstri stjórninni þá getur sagan endurtekið sig ef ekkert er að gert.

Hættan hefur lengi stafað frá hægri í stjórnmálum. Ísland er engin undantekning frá því.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 29.3.2010 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband