Bílstjórar ætla að sniðganga viss olíufélög

Samtök sem kalla sig Samstöðu og kveðast hafa fjögur félög bílstjóra á bak við sig boða til fundar á BSÍ í Reykjavík klukkan 14 í dag. Þar verður tilkynnt við hvaða olíufélag bílstjórar eigi að skipta við næstu vikuna.

Á Vefsíðusamtakanna   segir að næstum 1500 manns hafi skráð þátttöku.

Bjarni Bergmann Vilhjálmsson er í forsvari fyrir Samstöðu. Hann segir að samtökin hafi stuðning bílstjórafélaganna Átaks, Frama, Fylkis og Freys auk fjölda almennra bílstjóra. Kröfurnar eru lækkun eldsneytisverðs, aurana burt úr verðinu, sama verð á öllum stöðvum sem heita sama nafni og gegnsæ verðmyndun.

Félagið sem bílstjórum verður beint í viðskipti við verðu valið þannig að nöfn olíufélaganna verða sett í pott og eitt nafn dregið úr pottinum.(ruv.is)

Þessi samtök gætu haft áhrif. Fróðlegt verður að sjá hvort olíufélögin lækki verðin vegna þessara aðgerða.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætt en hvar er hægt að skrá sig ?

Maggi (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 12:59

2 identicon

Væri ekki eðlilegra að snúa þessum mótmælum að ríkisstjórninni?  Hlutdeild ríkissjóðs í verði á eldsneyti er mun hærri en olíufélaganna. Stærsti hluti þeirra hækkanna sem hafa orðið á síðustu mánuðum eru tilkomnar vegna aukinnar skattlagningar.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband