BHM og BSRB gagnrýna niðurskurð í ríkiskerfinu

Forsvarsmenn BHM og BSRB eru sammála um að hafna flötum niðurskurði. Forgangsröðun verkefna og varðstaða um velferðarþjónustuna sé mikilvægast, verði af boðaðri fækkun og sameiningu ríkisstofnana.

Forsætisráðherra boðaði um helgina allt að 40% fækkun stofnana, úr 200 í um 120. Stefán Aðalsteinsson formaður BHM segir ljóst að ríkisstofnanir séu margar, sumar þeirra séu mjög smáar og því ekki óeðlilegt að hugað sé að sameiningu þeirra. „Það þarf að fara að ræða það hvaða þjónustu hið opinbera ætlar að veita og hvaða þjónustu það ætlar að hætta að veita,“ sagði Stefán í hádegisfréttum Útvarps í dag. Hann sagði ennfremur að flatur niðurskurður ætti ekki við í þessu samhengi.

Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB lýsti yfir undrun sinni á því að fækka eigi um svo margar stofnanir og sagði að aðalmarkmiðið hlyti að vera að standa vörð um grunnþjónustuna.(ruv.is)

Það er eðlilegt að BHM og BSRB hafni flötum niðurskurði. Vissulega þarf að vega og meta hvaða þjónustu þarf nauðsynlega að veita og ekki á að sameina ríkisstofnanir nema  slík sameining eigi rétt á sér og hafi einhverja hagræðingu í för með sér.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband