Mánudagur, 29. mars 2010
Lilja Mósesdóttir vill hafa frjálsar hendur í "stjórnarmeirihlutanum"!
Þetta segir hún í tilefni gagnrýni Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, um helgina um að það væri eins og að smala köttum að ná meirihlutasamstöðu á þingi.
Þingflokkur Vinstri grænna fjallar um ummælin í dag. Lilja segir að þau hafi lagst illa í bæði þingmenn og grasrót VG. Hún gefi til kynna að stjórnarþátttaka gangi út á að fylgja leiðtogum stjórnarflokkanna í stað þess að menn takist á og komist þannig að samkomulagi. Lilja segir að á þingflokksfundinum síðdegis verði þrýst á ráðherra Vinstri grænna um að þeir hafi þingmenn með í ráðum við afgreiðslu stórra mála.
Lilja hefur verið talin til órólegu deildarinnar svonefndu innan vinstri grænna og hefur gjarnan fylgt eftir skoðunum sínum óháð leiðtogum stjórnarflokkanna meðal annars í Icesave-málinu. Hún segir marga samstarfsmenn sína hafa vonað að lyktir Icesave-málsins yrðu til þess að leiðtogarnir tryggðu umræðu og samstöðu innan stjórnarflokkanna áður en mál yrðu lögð fyrir Alþingi. Hún hafi verið þess fullviss að nú ætti að breyta vinnubrögðum og ná sáttum áður en mál væru kynnt. Eftir ræðu Jóhönnu um helgina finnist henni sem sú þróun sé nú komin aftur á núllreit.(ruv.is)
Lijlja er ný í stjórnmálum.Hún áttar sig ekki á því,að ef flokkur myndar ríkisstjórn með öðrum flokki verður hún og fylgismenn að standa með ríkisstjórnninni.Hún getur ekki haft frjálsar hendur og stutt þau mál sem hún vill og verið á móti öðrum.Ef margir haga sér þannig er enginn meirihluti. Þetta var Jóhanna að benda á. Hún gerir kröfu til þess að þingmenn stjórnarinnar styðji stjórnina ella er meirihlutinn fallinn.Svo einfalt er það.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.