Mánudagur, 29. mars 2010
Framfærslustyrkur borgarinnar ekki hækkaður
Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að borgin hyggist ekki hækka framfærslu til nauðstaddra. Það sé þó ekki góð staða að hundruð manna óski eftir mataraðstoð góðgerðasamtaka í viku hverri. Alls fengu hátt í 5000 manns matargjafir hjá góðgerðasamtökum í fyrra. Vikulega bíða nokkur hundruð manns klukkustundum saman eftir mat hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Framkvæmdastjórinn, Ásgerður Jóna Flosadóttir, greip til þess ráðs í liðinni viku að láta Íslendinga hafa forgang á útlendinga um mat. Hún gaf þær skýringar að íslenskir eldri borgarar, öryrkjar og mæður með börn ættu erfiðara með að standa lengi í röð en aðrir. Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, er ekki hlynnt slíkri flokkun en segist hafa skilning á því að þeir sem hafi minni líkamlega burði fái forgang í slíkum biðröðum.(ruv.is)
Það eru slæmar fréttir,að borgin treysti sér ekki til þess að hækka framfærslustyrkinn á sama tíma og mikill fjöldi fólks þarf að leita vikulega til hjálparstofnana eftir matargjöfum.Það er ljóst,að framfærslustyrkir sveitarfélaga eru ekki nógu háir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.