Mánudagur, 29. mars 2010
Guðfríður Lilja:Ríkisstjórnin er ekki óstarfhæf
Allir þurfi að líta í eigin barm vegna vinnubragða við afgreiðslu Icesave málsins á þingi.
Þingflokkur Vinstri grænna fundaði í dag. Ýmis mál voru á dagskrá, þar á meðal stjórnarfrumvörp, en það sem helst brann á þingmönnum var gagnrýni Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, á stjórnarsamstarfið. Jóhanna kvartaði undan því um helgina að mikil orka og tími færi í að smala saman meirihluta á þingi, og líkti því við að smala köttum.
Margir í röðum vinstri grænna eru ósáttir við þær hugmyndir sem Samfylkingin hefur viðrað um að fækka ráðuneytum og ríkisstofnunum, Vinstri grænir telja slíkan niðurskurð ekki tímabæran. Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Samfylkingarinnar virðist þó standa óhaggað eftir þingflokksfundinn í dag. Guðfríður Lilja sagði þingræði ríkja í landinu og þingið ætti að hafa skýra og sterka rödd.
Að mati Steingríms J. Sigfússonar er ríkisstjórnarsamstarfið ekki í hættu, en hann kýs að tjá sig ekki að öðru leyti um gagnrýni forætisráðherra á ríkisstjórnarsamstarfið. Hann útilokar ekki breytingar á ríkisstjórninni en sagði ekkert ákveðið í þeim efnum.(ruv.is)
Þingmenn VG hafa tekið gagnrýni Jóhönnu á VG með jafnaðargeði.VG telur stjórnarsamstarfið ekki í hættu og Guðfríður Lilja lýsir því yfir,að stjórnin sé ekki óstarfhæf.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.