Þriðjudagur, 30. mars 2010
Ásmundur hættir sem bankastjóri Landsbankans
Nýr bankastjóri mun væntanlega taka við stjórn Landsbankans enda er búið að auglýsa eftir honum. Ásmundur Stefánsson hefur stýrt Landsbankanum frá hruni en landsbankinn líkt og aðrir bankar hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að koma ekki betur til móts við heimili og fyrirtæki í landinu. Ásmundur var spurður um afskriftir á háum skuldum margra heimila í kjölfar bankarhrunsins og gagnrýni sem beinst hefur gegn bankanum.(ruv.is)
Ásmundur var gestur í kastljósi í gærkveldi.Var m.a. rætt hvort bankinn gerði nóg til þess að afskrifa skuldir einstaklinga.Hann sagði,að bankinn notaði það svigrúm sem hann hefði til afskrifta.Það væri alla daga verið að afskrifa. Hann taldi ekki rétt að afskrifa um ákveðna prósentu yfir línuna.Þá væri verið að afskrifa einnig hjá þeim,sem ekki þyrftu á því að halda.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.