Þriðjudagur, 30. mars 2010
Ætla Bretar og Hollendingar að kúga Ísland áfram og misnota Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
Mögulegt er að ekki sé stuðningur við það innan stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að önnur endurskoðun efnahagsáætlunar ríkisstjórnar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fari fram án þess að búið sé að leysa Icesave málið. Þetta segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í samtali við Bloomberg fréttastofuna.
Gert var ráð fyrir að önnur endurskoðun efnahagsáælunarinnar færi frma í janúar. Þetta hefur hins vegar tafist vegna deilunnar um Icesave. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fóru til fundar við Strauss-Kahn í síðustu viku. Þeir komu heim til Íslands vongóðir um að endurskoðunin gæti farið fram í apríl.(visir,is)
Ef þetta er raunin þá eru Bretar og Hollendingar áfram að misnota aðstöðu sína innan AGS og að kúga Íslendinga.Ísland á rétt á láni frá AGS sem aðildarríki og eitt af stofnríkjum AGS.Það stenst ekki að AGS neiti að afhenda lánið til Íslands.Sennilega væri rétt að kæra málið til Sameinuðu þjóðanna en AGS er ein af undirstofnunum Sþ.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.