Þriðjudagur, 30. mars 2010
Gjaldþrotum fjölgar
82 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar en 88 fyrirtæki í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Gjaldþrotin voru flest í Heild- og smásöluverslun. Fyrstu tvo mánuði ársins fóru 185 fyrirtæki á hausinn, sem er tæplega 13% aukning frá sama tímabili í fyrra þegar 161 fyrirtæki var tekið til gjaldþrotaskipta.
305 ný einkahlutafélög voru skráð fyrstu tvo mánuði ársins. Þau voru 459 á sama tímabili í fyrra. Nýskráningum fækkaði því um 36%.(ruv.is)
Endurreisn efnahagslífsins gengur hægt og erfiðleikar fyrirtækja eru enn mjög miklir og erfitt að bjarga vonlausum fyrirtækjum. Mörg þeirra verða því gjaldþrota. Þar við bætist að bankarnir hafa tekið yfir mörg fyrirtæki,sem óvíst er að unnt verði að bjarga.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.