Þriðjudagur, 30. mars 2010
Gylfi bjartsýnn á afgreiðslu láns AGS
Gylfi segir að staðan sé ljós - það þurfi sæmilega mikinn stuðning í stjórn AGS og íslensk yfirvöld séu að vinna í að afla hans. Vandamálið sé Icesave og tenging lánveitinga frá Norðurlöndunum við þá deilu.
Norðurlandaþjóðirnar hafa eins og kunnugt er gert fyrirvara við fjármögnun áætlunarinnar. Svíar, sem sitja í stjórn sjóðsins fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, gera álíka fyrirvara. Gylfi segir þá leggja áherslu á að Icesave verði komið í farveg þannig að lausn sé í sjónmáli. Hann segir að unnið verði að því að leysa málin samhliða, svo áætlun AGS sé ekki í herkví þangaði til Icesave-málið sé leyst.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.