AGS: Ísland hefur tryggt sér stuðning öflugra ríkja

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að stjórnvöld hafi tryggt sér stuðning öflugra ríkja innan stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að ná fram endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands.

Hann segir að Bretum og Hollendingum muni reynast erfitt að standa í vegi fyrir afgreiðslunni.

Það er stefnt að því að stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taki í næsta mánuði fyrir endurskoðun á efnahagsáætlun Íslendinga. Sú endurskoðun átti upphaflega að fara fram í desember en hefur verið frestað aftur og aftur vegna þess að Icesave-deilan hefur ekki verið leyst. Framkvæmdastjóri sjóðsins, Dominique Strauss Kahn, sagði í morgun að einmitt þess vegna efaðist hann um að meirihluti væri fyrir því í stjórn sjóðsins að afgreiða málið íslenskir ráðherrar eru hins vegar brattir.

Steingrímur túlkar orð Strauss Kahns á þann veg að þarna sé hann að setja fyrirvara í loftið en stjórn sjóðsins sé hins vegar áhugasöm um að afgreiða málið. Steingrímur og Gylfi Magnússon, efnahags og viðskiptaráðherra, voru í Washington í síðustu viku og ræddu þá við marga fulltrúa stærstu ríkja sem eiga fulltrúa í framkvæmdastjórn sjóðsins.

Í viðtali sem Bloomberg fréttaveitan birti í morgun segir Strauss-Kahn að hann efist um að það sé meirihluti fyrir því í stjórn AGS að önnur endurskoðun efnahagsáætlunarinnar fari fram. Það sé vegna þess að Icesave deilan sé enn óleyst.

Strauss-Kahn segist áður hafa sagt að Icesave deilan ætti ekki að hafa áhrif á AGS en meirihluta þurfi í stjórn sjóðsins til að endurskoðun efnahagsáætlunarinnar fari fram. Hann segir að ef Icesave deila yrði leyst væri hann viss um að meirihluti næðist en væri Icesave málið ekki leyst að fullu vissi hann ekki hvort meirihluti næðist. Sjálfur telji hann hins vegar gagnlegt að halda áfram með málið.

(ruv.is)

þAð eru ágætar fréttir,að Ísland hafi tryggt sér stuðning öflugra þjóða innan AGS.Vonandi dugar það til þess að Ísland fái útgreitt lánið.

 

Bjðrgvin Guðmundsson

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband