Miðvikudagur, 31. mars 2010
Vöruskiptin við útlönd hagstæð um 20 milljarða fyrstu 2 mánuðina
Vöruskipti við útlönd á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru hagstæð um 20,6 milljarða króna en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 10,4 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 10,2 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra. Fyrstu tvo mánuðina í ár voru fluttar út vörur fyrir 83,2 milljarða króna en inn fyrir 62,5 milljarða króna.
Fyrstu tvo mánuði ársins var verðmæti vöruútflutnings 0,1% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru 35,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 6,6% minna en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru tæp 60% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 33,4% meira en á sama tíma árið áður. Aukning varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls, en samdráttur varð í útflutningi á skipum og flugvélum og útflutningi sjávarafurða.
Fyrstu tvo mánuði ársins var verðmæti vöruinnflutnings 10,1 milljarði eða 13,9% minna á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Samdráttur varð í innflutningi nær allra liða innflutnings, mest í flutningatækjum, hrá- og rekstrarvöru og eldsneyti.(visir.is)
Hagstæð þróun utanríkisviðskiptanna heldur áfram og lofar góðu um endurreisn íslensks efnahagslífs,
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.