Miðvikudagur, 31. mars 2010
2009 besta árið í sögu fyrirtækisins!
Ég lagði leið mína til gullsmiðs í miðborginni fyrir skömmu.Talið barst að afkomunni eftir bankahrunið og ég spurði hvort viðskiptin væru farin að glæðast á ný.Þá svaraði gullsmiðurinn: Árið í fyrra var besta árið í sögu fyrirtækisins..Það er vegna stóraukinna viðskipta erlendra ferðamanna við okkur.Þeir eru mjög ánægðir með verðið á íslenskum skartgripum,telja það hagstætt.Þeir eru hrifnir af íslenskri hönnun og telja hana ódýra.Hér hjálpar gengið að sjálfsögu mikið.Fall krónunnar hefur gert það hagsætt fyrir útlendinga að versla hér.
Þetta eru góðar fréttir. Reikna má með að margar ferðamannaverslanir hafi sömu sögu að segja.Ferðaiðnaðurin er að hjálpa okkur mikið svo og útflutningurinn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.