Miðvikudagur, 31. mars 2010
Mæðrastyrksnefnd úthlutar matarpökkum með hátíðarbrag
Matarpökkum verður úthlutað hjá hjálparsamtökum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Hátíðarbragur verður á pökkunum hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og minnsta páskaeggið í boði fyrir börnin.
Hjálparsamtökin á höfuðborgarsvæðinu úthluta matarpökkum á miðvikudögum - og verður engin breyting þar á í dag nú fyrir páskahelgina. Hjálparstofnun kirkjunnar úthlutar pökkum frá hádegi til klukkan fimm og verða það hefðbundnir matarpakkar. Fjölskylduhjálp Íslands verða sömuleiðis með venjulega matarúthlutun frá klukkan tvö til hálf fimm í dag. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur úthlutar milli klukkan tvö og fimm og þar verður eitthvað af hátíðarmat í pökkunum, meðal annars svínakótilettur og Bayonneskinka. Auk þess fékk Mæðrastyrksnefnd páskaeggjaglaðning frá Unicef og geta því sett minnsta páskaeggið, númer 1, fyrir hvert barn í pakkana.
Ætla má að nokkur erill verði við matarúthlutunina í dag, því allt að helmingi fleiri hafa frá áramótum sótt sér mataraðstoð en á sama tíma í fyrra.(visir.is)
Það er ljóst,að úthlutun matarpakka hjá hjálparsamtökum hefur mikla þýðingu eins og ástandið er nú í þjóðfélaginu með 16000 manns atvinnulausa.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.