Samningaviðræður um Icesave í næstu viku?

Fjármálaráðherra segir stefnt að því að hefja aftur í næstu viku samningaviðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave-deilunnar. Formlegir fundir hafa þó ekki verið ákveðnir.

Það hefur lítið gerst í viðræðum þjóðanna undanfarnar vikur - formlegur samningafundur hefur ekki verið haldinn síðan snemma í mars en samninganefndir hafa átt óformleg samskipti að undanförnu. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir hins vegar stefnt að nýrri lotu viðræðna sem gætu hafist í næstu viku. Svigrúm sé til viðræðna eftir páska en töf sé fyrirsjáanleg vegna kosninga hjá báðum viðsemjendum Íslendinga.

Kosningar verða í Hollandi 6. Júní, í Bretlandi mögulega snemma í maí. Icesave málið hefur verið tengt endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslendinga. Steingrímur sagði í fréttum Sjónvarps í gær að nú væri búið að fá stuðning öflugra þjóða sem eiga fulltrúa í stjórn sjóðsins, til að afgreiða þessa endurskoðun í næsta mánuði, þótt niðurstaða verði ekki komin í Icesave deiluna.(ruv.is)

Töf á lausn á Icesave er þjóðarbúinu mjög dýr. Nauðsynlegt er að leysa deiluna sem allra fyrst.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband