Miðvikudagur, 31. mars 2010
Atvinnuleysi í evrulöndum yfir 10%
Atvinnulausir á evrusvæðinu voru 15 milljónir og 749 þúsund í fyrra mánuði og hafði fjölgað um 61 þúsund frá því í janúar. Atvinnuleysið er mest á Spáni þar sem það mælist 19% en minnst í Hollandi þar sem það er aðeins 4%. Í Þýskalandi hefur dregið úr atvinnuleysi, eða um 31 þúsund manns í þessum mánuði. Þar eru nú þrjár milljónir og 382 þúsund án atvinnu.
Verðbólga á evrusvæðinu vex og náði nýjum hæðum í þessum mánuði fór úr 0,9% í 1,5% og hefur ekki verið meiri í rúmt ár. Verðbólgan er þó undir viðmiðunarmarki Evrópska seðlabankans sem er 2% og því er ekki búist við að seðlabankinn hækki stýrivexti næstu mánuði en stýrivextir á evrusvæðinu eru 1%. Fjölgun atvinnulausra er talin merki þess að efnahagsbatinn á evrusvæðinu sé hægur. Gengi evrunnar hefur fallið og verið óstöðugt síðustu vikur vegna fjárhagserfiðleika Grikkja. Þá eiga bæði Portúgal og Spánn við efnahagserfiðleika að stríða.(ruv.is)
Atvinnuleysi er meira í evru og ESB löndum en á Íslandi.Hins vegar er verðbólga mikið meiri hér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Facebook
Athugasemdir
Sæll. Það er gaman að lesa suma pistlana þína en þeir eru full fræðilegir fyrir mig. Ég er krati en rekst hvorki í samfylkingu né örvhentum þessa stundina. Alþýðuflokkurinn er víst dauður og hvar stöndum við þá sem þóttumst aðhyllast að minnsta kosti jafnrétti og bræðralag svo ekki sé minnst á kapítalismann?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 31.3.2010 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.