Samfylking og VG með 24% hvor

Fylgi stjórnmálaflokkanna breytist sára lítið á milli mánaða samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi eða rúm 33% , Samfylking og Vinstri grænir mælast með jafn mikið fylgi eða tæp 24% . Vinstri grænir tapa tveimur prósentustigum milli mánaða og Samfylking bætir við sig einu. Framsóknarflokkurinn fengi 14% atkvæða ef kosið yrði í dag. Besti flokkurinn mælist með 14 prósenta fylgi í borginni og fengi tvo menn í borgarstjórn ef kosið yrði nú.

Rúmlega 11% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og tæp 13% segjast myndu skila auða eða ekki kjósa ef kosningar færu fram í dag.

Nú eru tæpir tveir mánuðir í sveitarstjórnarkosningar. Sjálfstæðisflokkur fengi 35% fylgi í borginni, Samfylking 30, Vinstri græn 16% og Framsókn tæp 5%. Besti flokkur Jóns Gnarr fengi 14% og tvo menn í borgarstjórn.

Jón Gnarr segir að sér lítis vel á þetta. Nú þurfi halda fund í Miðstjórnini og sellufundi. Hann segir helstu helstu stefnumál síns flokks vera að fá ísbjörn í Húsdýragarðinn, ókeypis í sund fyrir alla að allir sem þangað fari fái einnig ókeypis handklæði. Þá segist hann vilja tollahlið við Seltjarnarnes og láta Seltyrninga borga fyrir þá þjónustu sem þeir fái í Reykjavík.(ruv.is)

Það sem er undarlegast við þessa skoðanakönnun er að Sjálfstæðisflokkurinn skuli mælast með 33% fylgi.Eru menn búnir að gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn kom hér ölllu á hliðina. Einkavæðingar- og frjálshyggjustefna  Sjálfstæðisflokksins kom bönkunum í þrot og setti efnahagslífið á hliðina.VG tapar 2 % stigum milli mánaða en Samfylking vinnur 1% stig.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband