AGS: Skilyrði fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands uppfyllt

Skilyrði fyrir annarri endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands hafa verið uppfyllt að mati starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en stjórn hans hefur úrslitavaldið. Þetta sagði Gerry Rice, fréttafulltrúi sjóðsins, á fréttamannafundi í höfuðstöðvum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í morgun.

Hann býst við því að málið verði fljótlega tekið fyrir í stjórn sjóðsins en ekki sé þó búið að dagsetja hvenær það verði. Rice vildi heldur ekki segja til um hvort meirihluti væri fyrir því í stjórninni að afgreiða þessa aðra endurskoðun. Hann vitnaði til þess að Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri sjóðsins, hefði gefið starfsmönnum hans fyrirmæli um að vinna að því að ljúka málinu en stjórnin yrði að deila því mati starfsmanna að skilyrðin væru uppfyllt.(ruv.is)

Það er mjög mikilvægt að starfsmenn AGS skuli telja skilyrðum endurskoðunar fullnægt.Mikilvæg aðildarríki styðja endurskoiðunina.Telja má víst,að Bretar og Hollendingar vinni gegnm henni en þá þessi ríki að misnota aðstöðu sína innan sjóðsins.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband