Föstudagur, 2. apríl 2010
Okrað á lyfjum til eldri borgara
Eldri borgari þurfti að fá sýklalyf í apoteki.Honum brá í brún,þegar í ljós kom,að tryggingarnar tóku engan þátt í kostnaði við lyfið.Hann varð að greiða það allt fullu verði.Hér hefur orðið breyting á.Áður tóku tryggingarnar þátt í kostnaði við þessi lyf.En ekki lengur.Og þannig er þetta með mörg fleiri lyf ..Almannatryggingar greiða minna en áður í lyfjunum.Sjúklingarnir verða að greiða meira.Aldraðir nota mikið meira af lyfjum en aðrir.Þess vegna kemur þetta þyngst niður á þeim.( Að vísu eru dæmi um það að samheitalyf hafi lækkað).
Það er verið að níðast á eldri borgurum á mörgum sviðum: Kjör þeirra voru skert verulega 1.júlíi sl.Sama dag voru laun verkafólks hækkuð.Þann dag áttu eldri borgarar rétt á hækkun lífeyris til samræmis við hækkun launa.Það hefur til margra ára verið viðtekin venja og raunar er það lögbundið að lífeyrir aldraðra taki mið af launabreytingum.En "félagshyggjustjórnin" taldi sig ekki þurfa að fylgja venjum og lögum i því efni.Hún hefur talið að með því að skerða kjör aldraðra og öryrkja væri hún að koma á norrænu velferðarkerfi!Laun verkafólks hækkuðu á ný 1.nóv. sl. og þá fór á sömu leið:Aldraðir sátu eftir.Alls hækkuðu laun þeirra lægst launuðu á vinnumarkaði um tæp 10% sl. ár en aldraðir fengu enga hækkun.Þeir voru lækkaðir.Stenst þetta? Ég segi nei.Þetta er brot á lögum um Málefni aldraðra og þetta er mannréttindabrot.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Facebook
Athugasemdir
Það er okrað á öllum lyfjum,hvernig væri að starfrækja aftur lyfjaverslun ríkisins.
Og umbúðirnar maður lifandi,umbúðirnar plast og pappír kassi poki og margir límmiðar,eitthvað kostar það. Örfáar töflur innaní,duga í fáeina daga.
Læknum er þetta ljóst en enginn gerir neitt til að breyta þessu. Það er líka hætt að selja kódimagnyl og parkódein í lausu,fáeinar töflur,allt vegna einhverra 14 sem halda að mestu til á Hlemmi !!
Margrét (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.