Föstudagur, 2. apríl 2010
Miðlunartillaga í deilu unglækna og Landspítala
Þorbjörn Jónsson, formaður læknaráðs Landspítalans er sáttasemjari í deilunni um nýtt vaktafyrirkomulag. Þorbjörn vill ekki greina frá efni málamiðlunartillögu sem hann lagði fram í gær en telur líklegt að stjórn Landspítalans fallist á hana. Unglæknar ræði málin núna. Þorbjörn er nokkuð bjartsýnn á að deilan leysist - það skýrist seinna í dag.
Sérfræðingar hafa gengið í störf unglækna. Friðbjörn R. Sigurðsson krabbameinslæknir er nýkomin af sólarhingsvakt á spítalanum. Hann segir að svo vel hafi viljað til að óvenju fáir sjúklingar hafi komið á bráðamóttökuna við Hringbraut. Hann segir að gera verði þá kröfu til deiluaðila að þeir leysi málið í dag.(ruv.is)
Vonandi leysir þessi miðlunartillaga deilu lækna og spítala. Það er of mikið í húfi á Landspítalnum til þess að unnt sé að stefna öryggi sjúklinga í hættu með verkfalli lækna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.