Enginn sparnaður varð af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík!

Með því að nú er rætt um sameiningu ríkisstofnana og talið að hún gæti verið allra meina bót og haft mikinn sparnað í för með sér er fróðlegt að líta á hvernig sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík gekk.Það er stærsta sameining opinberra stofnana sem átt hefur sér stað hér.Ríkissendurskoðun gerði úttekt á sameiningu sjúkrahúsanna.Hvernig gekk sameiningin?Í stuttu máli sagt gekk hún þannig,að hún hafði engan sparnað í för með  sér.Kostnaður jókst um 45%  á tímabilinu 1999-2004.Raunkostnaður stóð í stað.Starfsmönnum fækkaði um 3% en það voru einkum ófaglærðir starfsmenn,sem fækkunin tók til  en faglærðum starfsmönnum svo sem læknum og hjúkrunarfólki fækkaði ekki.Þeim fjölgaði heldur.Þess vegna lækkaði launakostnaður ekki.Hann stóð í stað.M.ö.o.Þessi mikla sameining hún skilaði engum sparnaði.Það kann að vera að hún hafi skilað betri gæðum en sameiningin tók gífurlega langan tíma.

Hvað getum við lært af þessu? Við getum lært það,að þó við sameinum stofnanir og að nafninu til leggjum niður stofnun er ekki þar með sagt,að eitthvað sparist eða starfsmönnum fækki.Það gerði það ekki við sameiningu spítalanna. Það sparaðist ekkert þar.Það kann vel að vera að finna megi einhverjar ríkisstofnanir,sem hagkvæmt er að sameina en ég hefi enga trú á,að það sé í eins ríkum mæli og ríkisstjórnin talar um.Það hefði verið réttara að kanna það mál betur áður en það var sett fram með þeim hætti sem gert var.Það getur verið að það hljómi vel í eyrum almennings að sameina margar ríkisstofnanir og fækka þeim.En það verður að vera einhver skynsemi í því og möguleiki á að ná fram sparnaði.Það tókst ekki með sameiningu spítalanna. En þar fyrir utan mundi það ekki gagnast okkur í bráð þó við mundum sameina einhverjar ríkisstofnanir.Slík sameining tekur langan tíma.Hún hjálpar okkur ekki út úr kreppunni.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband