Ríkisendurskoðandi kominn í pólitískar deilur!

Ríkisendurskoðandi segir með öllu ólíðandi að stjórnendur ríkisstofnana geti átt á hættu að vera sakaðir um að brjóta gegn góðum starfsháttum og hollustu og trúnaðarskyldum, leiti þeir ráða hjá Ríkisendurskoðun. Hann gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð heilbrigðisráðherra sem hefur tilkynnt að hann muni áminna forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðisráðherra segir bréfið byggt á misskilningi.

Á miðvikudaginn fyrir viku sendi Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, Steingrími Ara Arasyni, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, bréf þar sem hún tilkynnti honum að hún hygðist áminna hann fyrir meint brot á almennum starfsskyldum ríkisstarfsmanna.

Málið snýst um reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna tannréttinga og tannviðgerða hjá fólki með fæðingargalla og framkvæmd hennar.

Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, segir í bréfi til Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, að það sé að hans mati með öllu ólíðandi ef stjórnendur ríkisstofnana geti átt á hættu að vera sakaðir um að hafa brotið gegn góðum starfsháttum og hollustu og trúnaðarskyldum sínum með því einu að leita ráða hjá Ríkisendurskoðun um fjárreiðutengd málefni.

„Með vísan til þessa tel ég nauðsynlegt að gera alvarlegar athugasemdir við þær röksemdir sem heilbrigðisráðherra beitir í umræddu bréfi," segir ríkisendurskoðandi orðrétt.


Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu að hún gerði engar athugasemdir við að forstjóri Sjúkratrygginga leitaði ráða hjá Ríkisendurskoðun. Bréf ríkisendurskoðanda byggði því á misskilningi. Heilbrigðisráðherra gerði hins vegar athugasemdir við skort á samskiptum forstjóra Sjúkratrygginga við ráðuneytið. Hann hefði átt að leita til ráðuneytisins fyrst, hefði hann efasemdir um reglugerðina.

Áminning að hálfu ráðherra eins og Álfheiður boðar, getur verið undanfari brottrekstrar hjá ríkinu. Málið er því alvarlegt fyrir forstjóra Sjúkratrygginga.

Ríkisendurskoðandi minnir á lög um Ríkisendurskoðun þar sem kveðið er á um eftirlitshlutverk hennar með fjárreiðum ríkisstofnana. Samskipti forstjóra Sjúkratrygginga og Ríkisendurskoðunar hafi verið eðlileg og alvanaleg samskipti forstjóra ríkisstofnunar og Ríkisendurskoðunar.(visir.is)

Það er nýtt,að ríkisendurskoðandi taki afstöðu í deilu milliu ráðherra og embættismanns.Ríkisendurskoðandi hefur yfirleitt haldið sér til hlés  enda  þarf embættið að gæta þess að blanda sér ekki í pólitískar deilur.En í umræddu máli tekur ríkisendurskoðandi ákveðna afstöðu með forstjóra sjúkratrygginga og gagnrýnir heilbrigðisráðherrra.Heilbrigðisráðherra kveðst ekki gera athugasemdir við að forstjóri sjúkratryggiunga ræði við ríkisendurskoðun.En segir,að forstjórinn hefði átt að tala við ráðuneytið fyrst.Ég er sammála því.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband