Miðvikudagur, 7. apríl 2010
Á hinum Norðurlöndunum þarf lágtekjufólk ekki að leita til hjálparstofnana
Æ fleiri treysta nú á matargjafir góðgerðarstofnana á Íslandi. Fólk á ekki til hnífs og skeiðar. Hér er ekki til opinbert neysluviðmið, sem segir til um það hvað fólk þurfi til lágmarksframfærslu. Harpa telur að stjórnvöld hafi alla tíð vitað það að hér sé greiddur lífeyrir sem sé langt undir því að duga til framfærslu. Þessvegna hafi ekki verið vilji til þess að gera þessa útreikninga.
Harpa segir að mun minni fjármunum sé varið í velferðarkerfið á Íslandi en á Norðurlöndunum. Norrænu velferðarríkin byggja á jöfnuði en hið íslenska á frjálshyggju og allir stjórnmálaflokkar hafi dottið í þann pytt. Hún segir að Íslendingar hljóti að gera þá kröfu til stjórnmálamanna í ríkisstjórn að þeir axli sína ábyrgð.
Harpa hefur unnið á Norðurlöndunum undanfarin ár. Hún segir að þar séu menn mjög hugsi yfir ástandinu hér. Það sé hissa á því að hér skuli viðgangast að fólk hafi svo lítið frá velferðarkerfinu að það þurfi að leita á náðir góðgerðastofnana.(visir.is)
Harpa Njáls þekkir mjög vel þessi mál.Það ber því að taka mark á því sem hún segir.Það er blettur á íslensku samfélagi,að fátækt skuli vera svo mikil hér,að fólk þurfi að leita eftir matargjöfum til hjálparstofnana.Þetta lagast ekki fyrr en lífeyrir og bætur hækka það mikið að slíkar matargjafir verða óþarfar.
Björgvin Gudmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.