Fimmtudagur, 8. apríl 2010
Breski íhaldsflokkurinn ekki með meirihluta
Breski Íhaldsflokkurinn hefur sjö prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn samkvæmt skoðanakönnum sem dagblaðið Times birtir í dag. Samkvæmt henni fengi hvorugur flokkanna meirihluta.
Könnun Times er sú fyrsta sem birtist eftir að Gordon Brown, forsætisráðherra og formaður Verkmannaflokksins, boðaði fyrr í vikunni til þingkosninga sem fram fara fimmtudaginn 6. maí. Samkvæmt könnuninni fengi Íhaldsflokkurinn 39% atkvæða, Verkmannaflokkurinn 32% og þriðji stærsti stjórnmálaflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn 21%. Samkvæmt könnun Times fengi Íhaldsflokkurinn ekki meirihluta á þingi. Til þess þarf flokkurinn að bæta við sig nokkrum prósentustigum. Verkamannaflokkurinn hefur haft meirihluta á breska þinginu undanfarin 13 ár.
Þriðjungur kjósenda er óákveðinn. Meirihluti telur að Íhaldsflokknum hafi ekki tekist að að sýna fram á að breytingar séu nauðsynlegar. Þá telur tæplega helmingur kjósenda að David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins, skorti reynslu til að taka við af Brown sem forsætisráðherra.
(visir.is)
Ljóst er,að kosningarnar í Bretlandi verða mjög tvísýnar.Sennilega verður mynduð samsteypustjórn eftir kosningar,með aðild Frjálslynda flokksins,.En þá verður það Frjálslyndi flokkurinn sem ræður því hver fær forsætisráðherrann.Frjálslyndiu flokkurinn myndar þá stjórn annað hvort með Verkamnannaflokknum eða Íhaldsflokknum. En margt getur enn gerst fram að kosningum.
Björgvin Guðmundssoin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.