Frumvarp um að 8,6 millj., kr. verði tryggðar á hverjum sparifjárreikningi

Innistæður í bönkum verða tryggðar fyrir 50 þúsund evrur eða 8,6 milljónir króna samkvæmt frumvarpi Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra.

Ráðherra segir í viðtali við Viðskiptablaðið í dag að yfirlýsing ríkisstjórnar Geirs H. Haarde frá 6. október 2008 um að íslenskar innstæður verði tryggðar að fullu sé þó í gildi. Nokkur ár geti liðið áður en hún verði afnumin. Fyrri lög tryggðu innistæður fyrir 3,6 milljónir króna. Frumvarpið er nú í meðferð viðskiptanefndar.(ruv.is)

Það er mótsögn  í þeirri yfirlýsingu viðskiptaráðherra,að yfirlýsing ríkisstjórnar Geirs H. Haarde um ábyrgð á sparifjárreikningnum sé  að fullu í gildi en samkvæmt henni ábyrgðist ríkið spariinnlán að fullu en um leið  leggur   viðskiptaráðherra fram frumvarp um að ríkið  ábyrgist aðeins 8,6 millj. kr. hjá hverjum sparifjáreiganda.Sennilega ber að skilja .þetta svo að eftir nokkur ár verði yfirlýsing Geirs H.Haarde felld úr gildi.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband