Fimmtudagur, 8. apríl 2010
Steingrímur Ari í hörðum slag við ráðherra
Steingrímur Ari Arason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands er kominn í harðan slag við heilbrigðisráðherra.Hann hefur kosið að reka málið í fjölmiðlum og birtir langt bréf um málið í fjölmiðlum í dag.Hann hefur skilað andmælabréfi vegna tilkynningar ráðherra um að til standi að veita honum áminningu.
Ljóst er af orðaskiptum ráðherra og forstjórans,að alger trúnaðarbrestur hefur orðið milli þeirra.Nauðsynlegt er,að fullur trúnaður ríki milli ráðherra og forstjóra,sem undir hann heyrir.Forstjórinn var eitthvað óánægður með reglugerð,sem ráðuneytið var að setja um þáttöku Sjúkratrygginga í tannlækningum þegar um fæðingargalla væri að ræða.Í stað þess að snúa sér þá með athugasemdir sínar til ráðuneytisins snéri hann sér til ríkisendurskoðanda.Þetta mislíkaði heilbrigðisráðherra og telur að forstjórinn hefði fyrst átt að snúa sér til ráðuneytisins.
Ég tel mjög óeðlilegt,að forstjórinn skyldi fyrst snúa sér til ríkisendurskoðanda.Það leiðir í ljós,að eitthvað stirt hefur verið um samskipti forstjórans við ráðuneytið.Ég starfaði lengi í stjórnarráðinu og var tengiliður milli ráðuneytis og ríkisstofnunar.Ég fullyrði,að það hefði verið óhugsandi að viðkomandi ríkisstofnun hefði snúið sér með eitthvað mál til ríkisendurskoðunar áður en málið væri tekið upp við ráðuneytið.Spurningin er aðeins þessi:Hvernig mun ganga að bæta samskipti ráðherra og forstjórans eftir það sem á undan er gengið? Það getur orðið erfitt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.