Fimmtudagur, 8. apríl 2010
Gistinóttum fjölgaði mikið í febrúar
Gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum voru 77.100 en voru 72.800 í sama mánuði árið 2009. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Austurlandi og Suðurnesjum.
Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Norðurlandi, úr 4.500 í 5.500 eða um 22% miðað við febrúar 2009. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum úr 54.000 í 58.000 eða um 7% og á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um 4%, voru 7.800 samanborið við 8.000 í febrúar 2009. Á Vesturlandi og Vestfjörðum var fjöldi gistinátta svipaður og í febrúar 2009 en á Suðurnesjum fækkaði gistinóttum um 17%, úr 4.100 í 3.400. Gistinóttum á Austurlandi fækkaði einnig á milli ára voru 700 samanborið við 800 í febrúar 2009.
Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Norðurlandi, úr 4.500 í 5.500 eða um 22% miðað við febrúar 2009. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum úr 54.000 í 58.000 eða um 7% og á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um 4%, voru 7.800 samanborið við 8.000 í febrúar 2009. Á Vesturlandi og Vestfjörðum var fjöldi gistinátta svipaður og í febrúar 2009 en á Suðurnesjum fækkaði gistinóttum um 17%, úr 4.100 í 3.400. Gistinóttum á Austurlandi fækkaði einnig á milli ára voru 700 samanborið við 800 í febrúar 2009.
Aukning gistinátta á hótelum í febrúar má aðallega rekja til erlendra gesta en gistinóttum þeirra fjölgaði um tæp 8% miðað við febrúar 2009 á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 1%.(Hagstofan)
Aukinn straumur erlendra ferðamanna hingað til lands yfir vetrartímann er eitt einkenni aukningar í ferðamennsku.Miklar bókanir eru næsta sumar og standa vonir til,að í vlndum sé gott ferðasumar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.