Föstudagur, 9. apríl 2010
Einkavæðingin setti bankana í þrot
Stefna á hendur fyrrum bankastjóra Glitnis,Lárusi Welding, og stærstu eigendum bankans, Pálma í Fons og Jóni Ásgeiri hefur vakið mikla athygli.Pálmi og Jón Ásgeir eru sakaðir um að hafa haft áhrif á bankastjórann og fengið hann til að lána fyrirtæki í eigu Pálma.Málið snýst um 6 milljarða lán til fyrirtækis Pálma en mest af því láni fór til þess að greiða eldra lán hjá Glitni.Áður hefur verið upplýst,að Kaupþing lánaði 500 milljarða til eigenda og tengdra aðila gegn litlum sem engum tryggingum.Svipaða sögu er að segja úr Landsbankanum.Bankinn lánaði aðaleigendum ,Björgólfi og syni hans um 100 milljarða en auk þess lánaði bankinn stórar fjárhæðir til Samsons og Eimskips.Um svo stórar tölur er að ræða hjá Kaupþingi og Landsbankanum að tölurnar úr Glitni virðast smáaurar í þeim samanburði.En auðvitað getur brotið verið jafn alvarlegt þó upphæðir séu lægri.
Það virðist lítil sem engin virðing hafa ríkt hjá eigendum einkabankanna fyrir bönkunum.Einkavæðingin opinberaði það,að þeir einstaklingar sem eignuðust bankana kunnu ekki að reka banka og þeir komu þeim í þrot á skömmum tíma. Ef bankarnir hefðu áfram verið i eigu ríkisins hefðu þeir ekki komist í þrot og væru starfandi enn sem ríkisbankar.Mest áhrif höfðu gegndarlausar lántökur erlendis sem bankarnir réðu ekki við að borga til baka,
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.