Laugardagur, 10. apríl 2010
Stendur skýrslan undir væntingum?
Enginn fær að vita efni skýrslunnar fyrr en 10:15 á mánudag að undanskilinni forsætisnefnd Alþingis en hún á fund klukkan níu með rannsóknarnefndinni og vinnuhópi um starfshætti og siðferði sem skrifar eitt bindið af þeim níu sem skýrslan spannar. Samtals er skýrslan á þriðja þúsund blaðsíður.
Forseti Alþingis tekur við fyrsta eintaki skýrslunnar um leið og hann opnar fyrir aðgang á netinu.
Klukkan hálfellefu hefst fréttamannafundur rannsóknarnefndarinnar í Iðnó og verður honum útvarpað og sjónvarpað. Þar kynnir rannsóknarnefndin helstu niðurstöður.
Klukkan þrjú hefst klukkustundarlangur þingfundur á Alþingi þar sem formenn flokkanna flytja erindi um skýrsluna. Almennar umræður á Alþingi um skýrsluna verða á þriðjudag eða miðvikudag. Þingfundinum verður útvarpað og sjónvarpað.
Biskup Íslands hefur í bréfi til presta og djákna hvatt söfnuði landsins til þess að kaupa eintak af skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Hann segir að útkoma hennar hafi verið sögð einhver verstu tíðindi sem nokkur nefnd hafi flutt þjóðinni. Hann mælist til þess að skýrslan verði látin liggja frammi í safnaðarheimilum þar sem sóknarbörn geti nálgast hana og lesið í henni. Ýmsir kvíði skýrslunni og gætu viljað kom til kirkju að tjá sorg og biðjast fyrir og því hvetur hann til þess að boðið sé upp á slíkt og auglýst sé viðvera prests eða djákna þar til bænar og sálgæslu.
Þingmannanefnd um skýrsluna hittist á fundi í morgun og hefur haldið um tíu fundi. Hún á að móta tillögur að viðbrögðum þingsins við niðurstöðum skýrslunnar.
Annarri nefnd á vegum forsætisráðherra undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar prófessors er ætlað undirbúa viðbrögð ríkisstjórnarinnar og stjórnarráðsins við skýrslunni.
Allir fréttatímar, Spegillinn og Síðdegisútvarpið, verða helgaðir skýrslunni og frá hálfátta til tíu á mánudagskvöld verður sjónvarpað og útvarpað þætti um skýrsluna þar sem meðal annars verður rætt við rannsóknarnefndina. (ruv.is)
Það er búið að byggja upp gífurlega miklar væntingar um þessa skýrslu.Hætt er við að skýrslan standi ekki undir væntingum.Ég óttast,að skýrslan verði fyrst og fremst sögulegt yfirlit yfir það sem gerðist.En að ekki verði dregið nægilega vel fram hverjir beri ábyrgð á hruninu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.