Laugardagur, 10. apríl 2010
Skattrannsóknarstjóri krefst kyrrsetningar á eignum auðmanna
Skattrannsóknarstjóri hefur krafist kyrrsetninga eigna tveggja auðmanna vegna ríflega hundrað milljóna króna skattakröfu á hendur þeim. Farið verður fram á tugi kyrrsetninga á næstu vikum, meðal annars á eignum útrásarvíkinganna. Skattrannsóknarstjóri segir bankareikninga hafa verið tæmda fyrir framan nefið á ríkinu.
Stefán Skjaldarson skattrannsóknarstjóri segir að ríkið hafi ekki átt annan kost en að kyrrsetja eignir þeirra sem eru til rannsóknar og hefði í raun þurft að bregðast fyrr við.
30. mars sl. voru samþykktar breytingar á lögum um tekjuskatt. Þær fela m.a. í sér að til tryggingar greiðslu væntanlegrar skattkröfu í málum sem eru í rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra sé heimilt að krefjast kyrrsetningar hjá skattaðila ef hætta þykir á að eignum verði skotið undan eða þær glatist eða rýrni að mun. Stefán Skjaldarson, skattrannsóknarstjóri, segir að nú þegar sé búið að krefjast kyrrsetningar eigna.
Stefán segir að tugir mála muni fara þessa leið á næstu vikum. Miðað sé við að skattkrafan sem verður grundvöllur kyrrsetningarinnar nemi að lágmarki 50 milljónum króna. Endanleg skattkrafa sé þó ekki sama upphæð og krafist sé kyrrsetningar á.
(visir.is)
Ég fagna þessu framtaki skattrannsóknarstjóra.Það hefði þurft að vera búið að krefjast kyrrsetningar eigna auðmanna fyrir löngu vegna skattskulda.Hætt er við því að nú séu þeir búnir að koma eignum undan í verulegum mæli.En það eru nú möguleikar til þess að rekja fjárflutninga milli landa vegna reglna um peningaþvætti.Væntanlega finnast peningar auðmanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.