Laugardagur, 10. apríl 2010
Bera allir sök á hruninu?
Biskup Íslands,Karls Sigurbjörnsson,hefur óskað eftir því að landsmemnn líti allir í eigin barm,þegar skýslan um bankahrunið kemur fram.Biskup vill ekki að menn saki aðeins aðra um það,sem aflaga fór.
Þetta er fallega sagt hjá biskupi.En skýrslan á að varpa ljósi á það ,sem gerðist og hvers vegna það gerðist og þá mun það væntanlega tengjast mönnum,sem voru gerendur í þeirri atburðarás.Í mínum huga er þetta nokkuð skýrt: Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi hér með aðstoð Framsóknar frjálshyggjustefnu,sem gekk út á það að einkavæða sem mest og hafa sem mest frjálsræði í viðskiptum.Eftirlit átti að vera sem minnst.Á grundvelli þessarar stefnu voru ríkisbankarnir einkavæddir og komið á algeru viðskiptafrelsi.Eftirlit var lítið sem ekkert. Bankarnir voru fengnir mönnum,sem kunnu ekki að reka banka.Þeir settu þá á hausinn á fáum árum.Víst hafði þessi frjálshyggjustefna áhrif á allan almenning.Fólkið dansaði með og eyddi um efni fram.En mér finnst samt ekki unnt að kenna almenningi um hrunið.Sökin liggur hjá ráðamönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar,hjá stjórnendum bankanna og hjá eftirlitsstofnunum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.