Hópur fjárfesta kaupir Securitas

Hópur fjárfesta undir forystu Guðmundar Arasonar, fyrrverandi forstjóra Securitas, skrifaði í gær undir kaupsamning á öllu hlutafé í Securitas hf. sem var í eigu þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar. Kaupin voru gerð í framhaldi af opnu og gagnsæju söluferli sem Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabúsins, stýrði.

Fram kemur í tilkynningu að í kaupendahópnum eru sex fjárfestar með „breiða skírskotun og mikla þekkingu" á starfsemi félagsins. Hópinn skipa Kristinn Aðalsteinsson, Titan Fjárfestingarfélag, Auður 1 fagfjárfestasjóður sem er undir stjórn Auðar Capital, Árni Guðmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri gæslusviðs Securitas, Pálmar Þórisson fyrrverandi framkvæmdastjóri tæknisviðs Securitas auk Guðmundar Arasonar.

Söluferlið hófst um miðjan febrúarmánuð með birtingu auglýsinga í dagblöðum en frekari upplýsingar um söluferlið voru birtar á heimasíðu JP Lögmanna. Alls óskuðu um 40 aðilar eftir fyrstu upplýsingum um Securitas og 18 þeirra skiluðu inn viljayfirlýsingum um kaup á félaginu. Voru viljayfirlýsingarnar, ásamt fjárhagslegum styrk viðkomandi, metnar af óháðum endurskoðanda. Var þeim þeim átta aðilum sem lögðu fram hæstar verðhugmyndir og sýndu jafnframt fjárhagslega getu í samræmi við þær heimilað að kynna sér frekari gögn um félagið og leggja fram skuldbindandi tilboð, að fram kemur í tilkynningunni.

Alls bárust fjögur tilboð í félagið þann 29. mars. Tilboðin voru opnuð í viðurvist bjóðenda og lesin í heyranda hljóði. Að fengnu mati óháðs endurskoðanda ákvað skiptastjóri að ganga til viðræðna við fyrrgreindan hóp fjárfesta, en sá hópur lagði fram hæsta tilboðið í söluferlinu. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvert kaupverðið var.(visir.is)

Við fyrstu sýn virðist þessi sala eðlileg og meðal kauoenda menn með þekkingu á rekstri félagsins.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband