Mánudagur, 12. apríl 2010
Afdrifarík mistök við einkavæðingu bankanna
Jóhanna segir birtingu skýrslunnar boða kaflaskil og vera þungan áfellsdóm yfir stjórnkerfi landsins.
Fólk er fullt réttmætrar reiði og segir Jóhanna að heiðarlegt og sanngjarnt uppgjör vera sameiginlegan vilja. Hún segir að samkvæmt skýrslunni hafi pólitísk afskipti af einkavæðingu bankanna verið óheillaspor.
Afdrifarík mistök voru gerð með einkavæðingu bankanna sem afhentir voru reynslulitlu fólki.
Reynslan af hruninu sýni að fjármálastofnanir geta ekki verið á sjálfsstýringu. Jóhanna segir að stofnanir hafi ekki sýnt nógu mikinn viðbúnað. Stjórnkerfið hefði getað dregið úr skaðanum að mati Jóhönnu. Á þessu skipbroti hef ég áður beðið þjóðina afsökunar, segir Jóhanna.
Rannsóknarnefndin er hvorki dómstóll né stjórnsýslustofnun, segir Jóhanna, sem skipað hefur nefnd til að fara yfir rannsóknarskýrsluna. Nefndinni er ætlað er að koma með tillögur að úrbótum í stjórnsýslunni. Jóhanna ætlar að fylgja eftir ábendingum nefndarinnar af festu og hvetur hún til að farið sé yfir skýrsluna af yfirvegun.
Jóhanna segir að bregðast skuli við skýrslunni af auðmýkt og nýta skýrsluna sem lækningatæki í samfélaginu. ,,Látum vinnu rannsóknarnefndarinnar ekki vera unna fyrir gíg.(ruv.is)
Ég er sammála Jóhönnu.Það voru gerð afdrifarík mistök við einkavæðingu bankanna.Raunar tel ég einkavæðinguna bera höfuðsök á hruni bankanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.