Þriðjudagur, 13. apríl 2010
Skýrslan mikið rædd í erlendum fjölmiðlum
Viðskiptablaðið Börsen er með einn ítarlegustu umfjöllunina af norrænu fjölmiðlunum en þess ber að geta að fréttaþjónusta börsen er mikið notuð af öðrum fjölmiðlum í Danmörku og víðar. Meðal fyrirsagna í Börsen má nefna "Ríkisstjórnin braut lög fyrir bankahrun" og "Áfellisdómur yfir stjórnvöldum". Í síðustu frétt sem norska blaðið Verdens Gang setti á vefsíðu sína er fyrirsögnin "Toppar Íslands eiga hættu á landsdómi".
Flestir breskir fjölmiðlar eru með svipaðar fyrirsagnar á sínum fréttum af skýrslunni, það er að þeir Geir Haarde fyrrum forsætisráðherra og Davíð Oddsson fyrrum seðlabankastjóri beri mesta ábyrgð á íslenska hruninu. Dæmi um fjölmiðla sem eru á þessari línu í Bretlandi eru Reuters, BBC, Finnacial Times og Guardian. Í fyrirsögnin Financial Times segir Leiðtogar Íslands sakaðir um vanrækslu.
Breska blaðið the Daily Mail tekur annan pól í hæðina en þar er greint frá því að í skýrslunni komi fram að Seðlabanki Bretlands hafi í langan tíma vitaðð veikleikamerkjum íslensku bankanna án þess að gera breskum sparifjáreigendum viðvart.
Þeim hafi verið leyft að leggja tugi milljóna punda inn á reikninga á borð við Icesave þrátt fyrir þessar miklu áhyggjur. Auk þessa kemur fram í skýrslunni að breska fjármálaeftirlitið hafi þegar um vorið 2008 verið farið að efast um heilsu íslensku bankanna.
Blaðið segir að skýrslan komi til með að reita breskan almenning til reiði á ný vegna sleifarlags breskra stjórnvalda í aðdraganda fjármálakreppunar.(visir.is)
Mér skilst,að Ísland sé eina landið sem hefur gert eins ítarlega og vandaða skýrslu um bankahrunið og gerð hefur verið hér.Sennilega mun Ísland fá plús fyrir það erlendis,að hafa tekið Þannig á málum eins og gert hefur verið.
Björgvin Guðmundsson
Aðgerðir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.