Þriðjudagur, 13. apríl 2010
Var unnt að stöðva vöxt bankanna?
Rannsóknarnefnd alþingis kemst að þeirri niðurstöðu að of seint hafi verið að stöðva vöxt bankanna 2008.Bönkunum hafi ekki verið við bjargandi svo seint.Síðustu forvöð til þess að stöðva stækkun bankanna hafi verið 2006.Samkvæmt því átti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að stöðva vöxt bankanna en það gerði hún ekki.Geir H.Haarde segir,að sennilega hefði Ísland fengið mál á sig,ef Ísland hefði sett lög til þess að stöðva stækkun bankanna eða minnka þá.Það er sennilega rétt.Samkvæmt reglum EES var bönkunum frjálst að stækka ,ef lögum og reglum var fylgt.
En þó ekki hefðu verið sett lög til þess að stöðva útþenlu bankanna hefðu Seðlabanki og FME getað gert ýmsar ráðstafanir til þess að draga úr vexti bankanna. Seðlabankinn gat t.d. aukið bindiskyldu bankanna. En bankinn gerði þveröfugt.Bankinn afnam bindiskylduna.Einnig gat Seðlabankinn takmarkað verulega lántökur bankanna erlendis.Bankarnir fjármögnuðu stækkun sína með erlendum lántökum.Ef þær hefðu verið takmarkaðar eða stöðvaðar hefði stækkun bankanna stöðvast.
FME gat einnig gert ráðstafanir,sem hefðu hamlað vexti bankanna.Ég nefni dæmi: Landsbankinn braut lög með því að lána Björgólfi Thor 50% af eigin fé bankans. Ekki mátti lána honum meira en 25%.Þetta þýddi að FME gat í raun svipt bankann starfsleyfi.FME gat því auðveldlega sett bankanum skilyrði og gert kröfur um að bankinn rifaði seglin,ef hann ætti að fá að starfa áfram.En FME gerði ekkert. Þrátt fyrir framangreint brot sektaði FME Landsbankann ekki.FME aðhafðist ekkert. FME var máttlaust eftirlit og hið sama var að segja um Seðlabankann.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.