Miðvikudagur, 14. apríl 2010
Eldsgos í Eyjafjallajökli
Mælingar benda til þess að eldgos sé hafið undir suðvesturhluta Eyjafjallajökuls. Að sögn Veðurstofunnar benda mælingar til þess að órói fari vaxandi og allar líkur á því að gos sé hafið.
Gunnar Guðmundsson jarðfræðingur á Veðurstofunni segist ekki búast við því að mikill kraftur sé í gosinu og ítrekar að ekki sé staðfest að gosið sé hafið. Það virðist í það minnsta vera að hefjast. Óvíst er hvort gosið sé undir jöklinum en það gæti verið á suðurjaðri hans.
Ekki er víst hversu mikil jökulbráðnun gæti orðið, það fari algjörlega eftir því hversu djúpt undir jöklinum gosið er. Talið er að flóðvatn yrði 20 mínútur að renna í efstu byggð í allra versta falli fari flóðvatnið stystu leið. Búið er að rýma bæi á mesta hættusvæðinu.(visir.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.