Bankarnir sjöfölduðust 2004 - 2007 !

. .

Í skýrslu Rannsóknarnefndar alþingis er kafli um bankana og lántökur þeirra erlendis( fjármögnun).Þar segir svo m.a.:

Á fimm ára tímabili, frá ársbyrjun 1999 til ársloka 2003, tæplega fjórfölduðust efnahagsreikningar Landsbankans, Kaupþings (Búnaðarbankinn er talinn með fram að sameiningu) og Glitnis. Fóru skuldir auk eigin fjár bankanna úr því að vera um 4,5 milljarðar evra árið 1998 í um 16 milljarða evra árið 2003.

Árlegur vöxtur bankanna á tímabilinu var að meðaltali rétt rúmlega 30%. Sameinaður efnahagsreikningur Kaupþings og Búnaðarbanka hafði nær fimmfaldast að stærð á tímabilinu á meðan Glitnir, sem hét Íslandsbanki á þessum tíma, hafði þrefaldast. Fjármögnun bankanna byggðist í vaxandi mæli á lántöku í stað innlána. Lækkaði hlutfall innlána í efnahagsreikningi bankanna úr 45% árið 1998 í 30% árið 2003.

Í stað innlána voru tekin lán hjá erlendum lánastofnunum og skuldabréfaútgáfa á erlendum mörkuðum jókst. 

Vöxtur bankanna þriggja á árunum fyrir 2004 var hóflegur miðað við það sem síðar varð. Frá ársbyrjun 2004 til ársloka 2007 rúmlega sjöfaldaðist samanlagður efnahagsreikningur bankanna þriggja,. Nokkuð af þessu var til komið vegna sameiningar og yfirtöku, en almennur vöxtur var einnig mikill. Ef dregin er frá sú aukning sem varð vegna yfirtöku varð efnahagsreikningurinn rúmlega fjórfaldur. Þessi vöxtur var að miklu leyti fjármagnaður með aukinni skuldabréfaútgáfu erlendis. 

Það er alveg ljóst,að hinar óhóflegu lántökur bankanna erlendis settu þá á hausinn þegar þrengdist á lánamörkuðum erlendis. Einkabankarnir fengu lán á góðum kjörum erlendis. Matsfyrirtækin gáfu bönkunum góðar einkunnir,m.a. vegna þess að bankarnir nutu þess,að ríkisbankarnir höfðu verið í góðu áliti erlendis.Eigendur bankanna misnotuðu það góða orð sem bankarnir höfðu skapað sér og eyðilögðu bankana á skömmum tíma.

Björgvin Guðmundsson

:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband