Verið að semja við Deutche bank um að Björgólfur Thor haldi Actavis

Samkvæmt heimildum Fréttastofu er unnið að samkomulagi við Deutche bank, stærsta kröfuhafa Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem gengur út á að Björgólfur haldi Actavis.

Verðmæti Actavis er lykilatriði í skuldauppgjöri Björgólfs Thors. Kröfuhafar Björgólfs Thors eru Deutche bank, Landsbankinn, Glitnir og Straumur.

 

Eins og fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis voru þeir feðgar Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson meðal allra stærstu lántakendanna í íslenska bankakerfinu. Útlán til hóps Björgólfs Thors fóru hæst í um 240 milljarða króna.

 

Stærsti kröfuhafi Björgólfs Thors er hins vegar Deutche bank, en sem kunnugt er fjármagnaði þýski bankinn kaupin á Actavis árið 2007. Aðrir kröfuhafar fyrir utan Landsbankann eru Straumur, Glitnir og Kaupþing að litlu leyti.

 

Stærsta og mikilvægasta eign Björgólfs er eignarhluturinn í Actavis. Björgólfur Thor á einnig hlut í CCP, fjarskiptafyrirtækið Nova, hlut í Verne Holdings og hlut í símafyrirtækinu Play í Póllandi.

 

Björgólfur Thor segir í grein í Fréttablaðinu í dag að verið sé að vinna að uppgjöri skulda hans og að hann muni starfa í þágu kröfuhafa um ókomin ár.

 

Samkvæmt heimildum Fréttastofu er unnið að samkomulagi við Deutche bank, stærsta kröfuhafa Björgólfs, sem gengur út á að Björgólfur haldi Actavis. Verðmætaaukning félagsins eða hugsanlegur söluhagnaður muni síðan ganga upp í skuldir hans við Deutche bank og það sem eftir stendur fara til annarra kröfuhafa. Hversu miklar endurheimtur á skuldum hans verða ræðst því að miklu leyti af framgangi Actavis og verðmætaþróun þess félags.( visir.is)

Ljóst er,að Björgólfur Thor á nokkrar eignir.Þær eiga að ganga til greiðslu á Icesave,þ..e.  þeim hluta,sem Landsbankinn getur ekki greitt.Björgólfur Thor ber ábyrgð,sem einn aðaleigandi Landsbankans á því klúðri sem Icesave málið er. Hann lét undir höfuð leggjast að gera Icesave að dótturfyrirtæki  en það hefði bjargað málum þannig að skuldir hefððu ekki  lent á ísl. skattgreiðendum.

 

Björgvin Guðmundsson





 

  •  
    •  

     


    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband