Miðvikudagur, 14. apríl 2010
Skýrslan stendur undir væntingum
Skýrslan um bankahrunið stendur undir væntingum.Ég var hálfhræddur um að skýrslan yrði hvorki fugl né fiskur en skýrslan er góð.Hún er vel unnin og tekur á mörgum málum.
Það kemur skýrt fram í skýrslunni,að orsök bankahrunsins er ofvöxtur bankakerfisins.Eftir einkavæðingu bankanna fóru þeir út alls konar brask,fjárfestingar erlendis,kaup á bönkum og öðrum fyrirtækjum og allt var fjármagnað með lánum erlendis frá.Seðlabankinn gat stöðvað eða takmarkað þessar lántökur erlendis.Bankinn gat einnig stóraukið bindiskylduna og þannig takmarkað vöxt bankanna.En Seðlabankinn gerði hvorugt.Fjármálaeftirlitið brást einnig.Það aðhafðist ekki þó bankarnir brytu reglur.Það stóð sig ekki í sambandi við Icesave.FME og Seðlabankinn áttu að sjá til þess að Icesave yrði í formi dótturfélags en ekki útibú.
Eigendur einkabankanna misnotuðu bankana. Þeir létu þá lána sjálfum sér og sínum fyrirtækjum óheyrilegar upphæðir.FME lokaði augunum fyrir þessari misnotkun. Þrátt fyrir reglur um að bankarnir mættu ekki lána eigendum meira en 25% af eigin fé hafðist FME ekki að þó lánshlutfallið til eigenda færi í 50-75%.Stjórnvöld sváfu einnig á verðinum.Vissulega áttu stjórnvöld að sjá til þess að eftirlitsstofnanir gegndu hlutverki sínu. En það gerðu þau ekki.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.