Eldgosið stærsta málið á Google

Eins og gefur að skilja hefur Netið bókstaflega logað í allan dag með fréttum af eldgosinu og afleiðingum þess.

Angar þess teygja sig víða og hvert sem farið er er eldgosið helsta umræðuefnið. Ofurtölvur Google eru helsta tækið sem getur haldið utan um upplýsingamagnið og samkvæmt þeim er eldgosið stærsta mál dagsins.

Þetta er hægt að sjá með því að fara inn í Trends-hluta Google-leitarvélarinnar. Þar er liður sem heitir Hot Topics. Hann skannar alla vefmiðla heimsins, blogg, samskiptavefi og fleira. Á toppnum er "volcano in Iceland".
(visir.is)

Í kvöld verða í fyrsta sinni í sögunni sjónvarpskappræður stjórnmálaleiðtoga í Bretlandi. Búist var við að þær yrðu aðalfréttaefni allra fréttamiðla í Bretlandi en gosið á Íslandi hefur ítt kosningunum út.Það er varla minnst á þær.Gosið er alls staðar fyrsta frétt.

 

Björgvin Guðmundsson



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband