Ekki öskufall í byggð í morgun

Aska hefur ekki fallið í byggð í morgun samkvæmt upplýsingum frá Vettvangsstjórn á Kirkjubæjarklaustri. Öskufall er á Mýrdalsjökli og norðan Skaftártungu í óbyggðum.

Vestlæg átt er ríkjandi á Eyjafjallajökli og því má búast við öskufalli á svæðum austan gosstöðvarinnar. Í kvöld snýst vindur til norðlægrar áttar og má þá búast við að öskufall verði suður af eldstöðinni. Á morgun er útlit fyrir áframhaldandi norðanátt.(ruv)

Mikil truflun varð á flugsamgöngum í Evrópu í gær vegna öskufalls.Flóð úr Eyjafjallajökli jókst í gærkveldi en minnkaði svo aftur.Ljóst er,að búast má enn við hverju sem er.Gosið er engan veginn búið.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband