Föstudagur, 16. apríl 2010
Miklar skuldir Baugs og Existu í bönkunum
Tvö dagblöð fjalla um útrásarvíkinga og skuldir þeirra í dag.DV fjallar um Jón Ásgeir en Fréttablaðið tekur Bakkabræður fyrir.Þessi umfjöllun á sér stað með hliðsjón af skýrslu rannsóknarnefndar alþingis.DV segir,að samanlagðar skuldir Baugs í öllum þremur stóru bönkunum hafi verið 679 milljarðar. Fréttablaðið segir, að skuldir Existu og tengdra félaga Bakkabræðra hafi numið 308 milljörðum í oktober 2008.Svo virðist sem leið þessara fyrirtækja allra hafi verið greið í lánahirslur bankanna.--
DV birtir mynd af Jóni Ásgeir á forsíðu í dag og fyrirsögn sem hljóðar þannig:Höfuðpaurinn.Með því er DV að gefa til kynna að Jón Ásgeir hafi verið höfuðpaurinn í tengslum við bankahrunið.Það kann vel að vera rétt.Alla vega virðist Baugur hafa verið með mestar skuldir í bönkunum. En spurning er samt hvort bankastjórar og stjórnendur Kaupþings,Landsbankans og Glitnis hafi verið höfuðpaurarnir eða hvort það hafi verið útrásarvíkingarnir.Svindl bankastjórnendanna er með ólíkindum.Allir,sem brotið hafa lög verða að fá makleg málagjöld.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.