Föstudagur, 16. apríl 2010
Vill breyta ímynd Seðlabankans
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis sýni að mikilvægir þættir í eftirliti með bönkunum hafi fallið milli skips og bryggju hjá eftirlitsstofnununum, úr því verði að bæta. Seðlabankinn er gagnrýndur harðlega í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar og þrír fyrrverandi seðlabankastjórar eru taldir hafa gerst sekir um vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins.
Í skýrslunni er því lýst hvernig Seðlabankinn einangraðist næstum algerlega á alþjóðavettvangi á fyrri hluta ársins 2008. Bankinn glataði trúverðugleika sínum í október þegar hann tilkynnti um að Íslendingar hefðu fengið stórt lán frá Rússum sem reyndist á misskilningi byggt. Misheppnuð tilraun til að festa gengi krónunnar, og skyndileg vaxtalækkun, bættu ekki úr skák.(ruv.is)
Það er rétt hjá Seðlabankastjóra,að brýnt er að bæta samskiptin við umheiminn svo og að bæta trúverðugleika bankans.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.