Föstudagur, 16. apríl 2010
Áttræð kona gagnrýndi atlögu að kjörum aldraðra
Áttræð kona hringdi í Útvarp Sögu í morgun og kvartaði yfir því hvernig búið væri að fara með bankana og þjóðfélagið.Hún hafði sérstaklega miklar áhyggjur af lífeyrissjóðunum og vildi vernda þá.Hún endaði á því að segja að í ofanálag hefði verið ráðist að kjörum eldri borgara í byrjun sl. sumars.Mig undrar ekki að gömlu konunni skyldi ofbjóða.Atlagan,sem gerð var að kjörum eldri borgara og öryrkja 1.júlí sl. er stjórnvöldum til skammar.Sérstaklega er hún félagsmálaráðherra skammar.Hann átti að standa vörð um kjör eldri borgara og öryrkja en ekki að ráðast á þau.
Enn bólar ekkert á því að kjör eldri borgara séu leiðrétt.Verkafólk fékk nokka kauphækkun á sl. ári eða hátt í 10%,þeir lægst launuðu.En aldraðir fengu ekki sambærilega kauphækkun eða hækkun á lífeyri.Nei,um leið og kaup verkafólks var hækkað var lífeyrir eldri borgara lækkaður. Er þetta hægt.Er unnt að mismuna þegnunum á þennan hátt. Nei,þetta er lögbrot og mannréttindabrot.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru margt rangt gert í skjóli endurreisnar. Meirihlutinn virðist vera sammála því að lækka bætur til eldri borgara og öryrkja. Fjölmiðlum er alveg nákvæmlega sama um þessi brot stjórnvalda.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.