70% vilja biðja Íraka afsökunar

Nær 70% landsmanna vilja að íslensk stjórnvöld biðji Íraka opinberlega afsökunar á því að hafa stutt hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR. Könnunin náði til tæplega 900 einstaklinga á aldrinum 18-67 ára. Svarhlutfall var rúm 80%. 69,7% töldu að stjórnvöld ættu að biðjast afsökunar á að hafa verið á lista hinna viljugu þjóða; 30,3% höfnuðu því.(ruv.is)

 

Mér kemur þessi niðurstaða ekki á óvart.Íslendingar voru að miklum meirihluta andvígir þeirri ákvörðun Davíðs og Halldórs að láta Ísland styðja innrás í Írak.Við  eigum að biðja Íraka afsökunar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband