Laugardagur, 17. apríl 2010
Allt flug fellt niður til norðanverðrar og vestanverðrar Evrópu í dag
Icelandair hefur tilkynnt að allt flug félagsins til London, Manchester/Glasgow, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Osló, og Amsterdam í dag,17. apríl, verður fellt niður. Öskufallið frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur lokað fyrir alla flugumferð í norðan- og vestanverðri Evrópu.
Í tilkynningunni segir að flug til og frá Bandaríkjunum er samkvæmt áætlun.
Sérstök athygli er vakin á því að breytingar geta orðið með stuttum fyrirvara verði heimildir veittar til flugs eða af öðrum orsökum, og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum, komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum og upplýsingum á icelandair.is áður en farið er til Keflavíkurflugvallar.(visir.is)
Þessi röskun á flugi er gífurlega kostnaðarsöm fyrir flugfélögin og ferðaiðnaðinn í heild. Einnig er þetts gífurlega kostnaðarsamt fyrir útflutning á ferskum fiski með flugi.Markaðir geta tapast og fiskur skemmst.Fram kemur að flogið sé til Bandaríkjanna. Ef til vill geta fiskútflytjendur beint útflutningi í auknum mæli þangað en það breytir ekki því að markaðir í Evrópu eru í hættu vegna truflana á flugi.
Björgvin Guðmundsson
Aðgerðir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.